Íslenskur sigur í Austurríki

María Finnbogadóttir á efsta palli í Austurríki.
María Finnbogadóttir á efsta palli í Austurríki. Ljósmynd/SKÍ

María Finnbogadóttir, landsliðskona í alpagreinum, sigraði í dag á alþjóðlegu FIS-móti í Austurríki. 

Um var að ræða ungverska meistaramótið fyrir 16 - 20 ára en var þó haldið í St. Lambrecht í grannríkinu Austurríki og var keppt í svigi. 

Er þetta fyrsti sigur Maríu á erlendri grundu en hún tók forystuna í fyrri ferðinni og var með næstbesta tímann í þeirri seinni. 

Á morgun fer fram ungverska meistaramótið í fullorðinsflokki og verður María þá aftur á meðal keppenda. Aftur verður keppt í svigi. 

mbl.is