Nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Erna Sóley Gunnarsdóttir er aðeins 19 ára gömul.
Erna Sóley Gunnarsdóttir er aðeins 19 ára gömul. Ljósmynd/fri.is

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir setti nýtt Íslandsmet í greininni innanhúss þegar hún kastaði kúlunni 16,19 metra á háskólamóti í Houston í Bandaríkjunum í gær. Erna keppir fyrir Rice University en hún bætti Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttur frá árinu 2017 um 23 sentimetra.

Fyrir gærdaginn átti Erna best 16,13 metra utanhúss í greininni og hún var því að bæta sinn besta árangur. Erna er aðeins 19 ára gömul en hún fékk meðal annars bronsverðlaun á EM U20 ára síðasta sumar.

mbl.is