Guðbjörg jafnaði eigið met

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kemur fyrst í mark í dag.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kemur fyrst í mark í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigið aldursflokkamet í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í dag er hún hljóp á 24,05 sekúndum. Kom hún í mark tæplega sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur sem varð önnur. 

Tíminn sem Guðbjörg hljóp á er jöfnun á Íslandsmeti 20 til 22 ára innanhúss, en Guðbjörg hljóp á sama tíma 27. janúar í fyrra. Silja Úlfarsdóttir á Íslandsmet fullorðinna en hljóp á 23,79 sekúndum í Bandaríkjunum árið 2004.

Kristján Viggó Sigfinnsson bætti met Einars Karls Hjartarsonar í flokki 16-17 ára í hástökki. Hann stökk 2,13 metra og bætti metið um einn sentimetra. 

Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér

Guðbjörg Jóna var fremst í flokki í 200 metra hlaupi. …
Guðbjörg Jóna var fremst í flokki í 200 metra hlaupi. Þórdís Eva Steinsdóttir varð önnur og Agnes Kristjánsdóttir þriðja. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert