Langþráður úrslitaleikur hjá Kansas City

Patrick Mahomes gefur fyrirskipun í leik Kansas City Chiefs og …
Patrick Mahomes gefur fyrirskipun í leik Kansas City Chiefs og Tennessee Titans í nótt. AFP

Kansas City Chiefs, með leikstjórnandann Patrick Mahomes í aðalhlutverki, leikur til úrslita um bandaríska NFL-meistaratitilinn í ruðningi í fyrsta skipti í hálfa öld eftir sigur á Tennessee Titans, 35:24, í úrslitaleik Ameríkudeildar NFL í nótt.

Kansas City lék síðast til úrslita árið 1970 en þá vann liðið sigur á Minnesota Vikings í úrslitaleik, 23:7, í fjórða Ofurskálarleiknum sem háður var í Los Angeles.

Andstæðingurinn í úrslitaleiknum verður lið San Francisco 49ers sem vann mjög öruggan sigur á Green Bay Packers, 37:20, í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir að hafa komist í 27:0 í fyrri hálfleiknum.

Úrslitaleikurinn fer fram í Miami sunnudagskvöldið 2. febrúar.

mbl.is