Horfir fram á veginn á ný

Annar Guðni Valur Guðnason hefur náð næstbestum árangri íslenskra kringlukastara …
Annar Guðni Valur Guðnason hefur náð næstbestum árangri íslenskra kringlukastara frá upphafi og er hér á palli á Smáþjóðaleikunum 2019 Ljósmynd/ÍSÍ

Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, er að jafna sig eftir veikindi og meiðsli sem settu svip sinn á síðasta keppnistímabil. Eins og fram kom í viðtali við Guðna í Morgunblaðinu 19. október var árið 2019 honum erfitt.

Eftir að hafa farið í aðgerð þar sem botnlanginn var fjarlægður fékk hann lífhimnubólgu og gat lítið gert í einn og hálfan mánuð og lá lengi á sjúkrahúsi.

„Þegar ég fór að gera eitthvað og kasta aðeins rifnaði liðband í náranum sem var líklega út frá veikindunum enda var mikil sýking í kviðarholinu. Fram yfir heimsmeistaramótið síðasta haust var ég að glíma við þetta en ég fékk grænt ljós á að hefja æfingar á fullu um miðjan desember. Ég hef verið að lyfta á fullu og reyna að styrkja mig. Smám saman þarf ég að geta hreyft mig eins hratt og ég get,“ sagði Guðni þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir setningu Reykjavíkurleikanna í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert