Heiðraði minningu Bryants á Opna ástralska

Nick Kyrgios var mikill aðdáandi Kobe Bryant.
Nick Kyrgios var mikill aðdáandi Kobe Bryant. Ljósmynd/@AustralianOpen

Tenniskappinn Nick Kyrgios heiðraði minningu Kobes Bryants á Opna ástralska meistaramótinu í tennis með því að mæta til leiks í treyju merktri kappanum í 4. umferð mótsins gegn Rafael Nadal í morgun. Kyrgios er mikill áhugamaður um körfubolta en Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Kaliforníu í gær ásamt þrettán ára gamalli dóttur sinni og sjö öðrum sem voru um borð í þyrlunni.

Kyrgios er í 26. sæti heimslistans í tennis en Nadal, sem er í 1. sætinu, vann 3:1-sigur í einvígi þeirra eftir nokkra spennu. Nadal vann fyrsta settið 6:3 en Kyrgios svaraði í öðru setti og vann 6:3-sigur. Nadal vann svo sett þrjú og fjögur eftir upphækkun og Spánverjinn fer því áfram í sextán liða úrslit en Grikkinn Kyrgios er úr leik.

Ljósmynd/@AustralianOpen
Ljósmynd/@AustralianOpen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert