Heimsbikarmóti á skíðum aflýst í Kína

Þjóðverinn Josef Ferstl og aðrir keppendur í heimsbikarnum í risasvigi …
Þjóðverinn Josef Ferstl og aðrir keppendur í heimsbikarnum í risasvigi og bruni karla munu ekki fara til Kína í febrúar vegna útbreiðslu kórónaveiru. AFP

Alþjóðaskíðasambandið FIS hefur tekið ákvörðun um að aflýsa heimsbikarmótum sem til stóð að halda á skíðasvæði í Yanqing í Kína í febrúarmánuði, vegna útbreiðslu kórónaveiru.

„Þrátt fyrir að áhættustigið í Yanqing sé lágt verður heilsa og velferð íþróttamannanna og annarra þátttakenda að vera í forgangi,“ segir Gian Franco Kasper, forseti FIS.

Til stóð að halda heimsbikarmót karla í bruni og risasvigi helgina 15. og 16. febrúar í brekkunum í Yanqing, sem er um 70 kílómetrum norðan við höfuðborgina Peking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert