Sögulegur sigur Hilmars í Slóvakíu

Hilmar Snær Örvarsson á verðlaunapallinum í Jasná í dag.
Hilmar Snær Örvarsson á verðlaunapallinum í Jasná í dag. Ljósmynd/ÍF

Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi vann í dag til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu skíðamóti en hann keppti í dag í Jasná í Slóvakíu í Evrópumótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra.

Hann varð með þessu jafnframt fyrstur Íslendinga til að vinna stórsvigskeppni á alþjóðlegu alpagreinamóti. Hann var annar eftir fyrri ferðina á 47,30 sekúndum en fór seinni ferðina á 49,33 sekúndum, var þá eini keppandinn sem fór brautina á skemmri tíma en 50 sekúndum og fékk besta heildartímann, 1:37,23 mínútur.

Hilmar keppir næstu tvo daga í svigi í Slóvakíu en næsta verkefni þar á eftir er lokamót Evrópumótaraðarinnar sem fer fram í Zagreb í Króatíu í lok febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert