Við undir? Ekkert mál

Kansas City Chiefs fagna sigrinum.
Kansas City Chiefs fagna sigrinum. AFP

Kansas City Chiefs vann fyrsta meistaratitil sinn í NFL-ruðningsdeildinni eftir enn einn leikinn í úrslitakeppninni í ár þar sem liðið þurfti að vinna upp gott forskot andstæðinganna.

Um miðjan lokaleikhlutann í Ofurskálarleiknum gegn San Francisco 49ers í Miami í fyrrinótt leit út fyrir að liðið hefði loks sett sig í of erfiða stöðu að yfirbuga, en á síðustu mínútum leiksins fóru bæði sóknar- og varnarlið Chiefs í gang, á sama tíma og 49ers virtust heillum horfnir.

Fyrir leikinn voru veðbankarnir allir á bandi Kansas City – hugmyndin víst sú að Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, myndi leika lykilhlutverkið í leiknum. Liðið náði 10:3 forystu um miðjan fyrri hálfleikinn og hafði sókn San Francisco verið haldið niðri fram að því. Hún fór hinsvegar í gang á réttum tíma og 49ers náðu því að jafna fyrir hálfleikinn, 10:10, þegar Jimmy Garoppolo sendi á Kyle Juszczyk, sem átti í litlum erfiðleikum að jafna.

Grein Gunnars Valgeirssonar um úrslitaleikinn er í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert