Tíu á leið á Norðurlandamótið

Þórdís Eva Steinsdóttir keppir í 400 metra hlaupi.
Þórdís Eva Steinsdóttir keppir í 400 metra hlaupi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum fer fram í Finnlandi sunnudaginn 9. febrúar næstkomandi. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu fyrir Íslands hönd:

  • Ásdís Hjálmsdóttir - Kúluvarp
  • Eva María Baldursdóttir - Hástökk
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir - 200 metrar
  • Hafdís Sigurðardóttir - Langstökk
  • Þórdís Eva Steinsdóttir - 400 metrar
  • Ari Bragi Kárason - 200 metrar
  • Guðni Valur Guðnason - Kúluvarp
  • Hlynur Andrésson - 3000 metrar
  • Kormákur Ari Hafliðason - 400 metrar
  • Kristján Viggó Sigfinnsson - Hástökk

Fararstjóri er Freyr Ólafsson, þjálfarar eru Kári Jónsson, Pétur Guðmundsson og Trausti Stefánsson. Sjúkraþjálfari er Styrmir Örn Vilmundarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert