Dómarar geta fengið hátt í 40 þúsund á leik

Dómarar þurfa að vera við ýmsu búnir í leikjum.
Dómarar þurfa að vera við ýmsu búnir í leikjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærstu boltagreinarnar þrjár njóta töluverðra vinsælda hér á landi og er umfangið í kringum helstu keppnir á vegum sérsambandanna verulegt. Kappleikirnir geta ekki farið fram án þess að fólk fáist til að annast dómgæsluna. Störf sem geta vakið umtal og deilur og fylgir þeim því gjarnan talsvert áreiti.

Laun heimsins eru þó ekki einungis vanþakklæti. Dómarar fá greitt fyrir störf sín á Íslandsmótunum en þegar að er gáð geta þau laun verið ágæt búbót ofan á aðra vinnu séu dómarar iðnir við kolann. Vitaskuld gildir þó mat hvers og eins varðandi það hvernig hann verðleggur tíma sinn en ýmiskonar undirbúningur og líkamleg þjálfun fylgir auðvitað dómgæslunni í meistaraflokkum.

Eðlismunur er á mótafyrirkomulagi Íslandsmótanna í þessum greinum. Ekki er úrslitakeppni í knattspyrnunni eins og í hinum tveimur greinunum þar sem launataxtarnir breytast þegar komið er í úrslitakeppnirnar.

Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar frá Knattspyrnusambandinu, Handknattleikssambandinu og Körfuknattleikssambandinu um launakjör þeirra sem taka að sér að dæma í þessum greinum. 

Dómarar fá t.d. greiddar 37.600 kr. fyrir að dæma í efstu deild karla, bikarkeppni karla frá 16-liða úrslitum og fá 50% álag fyrir að dæma úrslitaleikinn í bikarkeppni karla.

Sjá greinina í heild sinni og launakjör dómara í greinunum þremur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert