Gátu ekki gert upp á milli Messi og Hamilton

Lewis Hamilton var klæddur í silfur á hátíðinni, einkennislit Mercedes-liðsins.
Lewis Hamilton var klæddur í silfur á hátíðinni, einkennislit Mercedes-liðsins. AFP

Formúlu 1 ökuþórinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Lionel Messi voru í dag útnefndir íþróttamenn ársins af Laureus-akademíunni, báðir í fyrsta skipti. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Berlín. 

Hamilton varð heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta skipti á síðasta ári á meðan Messi hefur verið í allra fremstu röð í knattspyrnu í áraraðir hjá Barcelona. Í fyrsta skipti deila tveir íþróttamenn nafnbótinni og í fyrsta skipti er það knattspyrnumaður sem hlýtur viðurkenninguna. 

Þá var spænska körfuknattleikssambandið heiðrað fyrir árangur landsliða sinna. Karlaliðið varð heimsmeistari á síðasta ári og kvennaliðið Evrópumeistari. 

Messi og Hamilton höfðu betur í baráttunni við þá Eliud Kipchoge, Marc Marquez, Rafael Nadal og Tiger Woods.

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert