Valin sú besta annað árið í röð

Simone Biles er langbest í heiminum.
Simone Biles er langbest í heiminum. AFP

Simone Biles var valin íþróttakona ársins annað árið í röð og í þriðja skipti alls hjá Laureus-akademíunni í Berlín í dag. Biles hefur verið besta fimleikakona ársins síðustu ár og er margfaldur ólympíu- og heimsmeistari.

Laur­eus-aka­demí­an sem stend­ur fyr­ir val­inu er skipuð 68 fyrr­ver­andi stór­stjörn­um úr íþrótta­heim­in­um. Ásamt Biles voru Alysson Felix, Megan Rapinoe, Mikaela Shiffrin, Naomi Osaka og Shelly Ann Fraster Pryce tilnefndar. 

Biles vann fimm af sex gull­verðlaun­um sem í boði voru fyr­ir hana á HM í fyrra og er nú kom­in með 25 verðlaun á heims­meist­ara­mót­um, þar af 19 gull­verðlaun.

Hún vann sín fyrstu HM-gull árið 2013, þá aðeins sex­tán ára göm­ul, og hef­ur verið nær ósigrandi síðan þá. Þá vann hún fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert