Besti árangur Íslendings

Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson. AFP

Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, tekur um þessar mundir þátt í Ski Tour-mótaröðinni en keppni dagsins fór fram í Meråker í Noregi en um er að ræða fjórðu af sex keppnum á níu dögum. Ski Tour-mótaröðin er hluti af heimsbikarsmótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi.

Gengnir voru 34 kílómetrar með frjálsri aðferð og hópræsingu.

Snorri hóf leik númer 47 í rásröðinni en ræst var eftir stöðu á heimslista. Snorri byrjaði vel, hélt sér í fremsta hópi og komst fljótlega í 15.-20. sæti. Hann hélt sér þar og endaði að lokum keppni í 18. sæti sem er hans besti árangur í heimsbikarnum og besti árangur íslensks skíðagöngumanns.

Til að útskýra og setja árangur Snorra í stærra samhengi má nefna að ríkjandi Ólympíumeistari í 50 km, Livo Niskanen frá Noregi, var í 19. sæti og ríkjandi heimsmeistari í 15 km, Martin Johnrud Sundby frá Noregi, var í 20. sæti. Einungis voru keppendur frá fimm þjóðum á undan Snorra, en þær þjóðir voru Rússland, Noregur, Sviss, Svíþjóð og Bretland.

Lesa má frekar um gengi Snorra á heimasíðu Skíðasambands Íslands með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert