Svona líta HM-leikvangarnir í Katar út

Tveir af átta leikvöngum sem smíðaðir verða sérstaklega fyrir heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu sem haldið verður í Kat­ar 2022 eru fullgerðir. Skipulagsnefnd mótsins hefur birt myndir frá leikvöngunum og sjón er svo sannarlega sögu ríkari. 

Þúsund dagar eru þar til mótið hefst. Tveir eru fullbúnir sem fyrr segir og tveir til viðbótar verða tilbúnir á þessu ári, að sögn skipuleggjenda. Fjórir eru enn í byggingu en eiga að verða klárir áður en opnunarleikurinn hefst 21. nóvember 2022. 

Hundruð þúsunda far­and­verka­manna starfa við und­ir­bún­ing­inn og hef­ur ill meðferð á þeim sætt gagn­rýni víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað bent á að bæta þurfi ör­yggi og stytta vinnu­dag verka­manna sem vinna hörðum hönd­um við að gera allt klárt fyr­ir mótið, meðal annars með því að verja starfs­menn­ina fyr­ir hita og raka á vinnusvæðinu.  

mbl.is