Bað mig að hætta þessum fíflalátum

Aldís Kara Bergsdóttir er á leið á HM unglinga í …
Aldís Kara Bergsdóttir er á leið á HM unglinga í Tallinn í Eistlandi í byrjun marsmánaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Listdansskautarinn Aldís Kara Bergsdóttir braut blað í skautasögu Íslands þegar hún tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti unglinga í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi, 2.-8. mars. Aldís Kara er aðeins 16 ára gömul en aldrei áður hefur Íslendingur tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti í einstaklingskeppni á skautum. Aldís Kara hefur æft skauta með Skautafélagi Akureyrar frá árinu 2008 en hún heldur utan til Tallinn á sunnudaginn kemur.

„Ég hef æft skauta síðan 2008 en ég byrjaði ekki að sinna þessu af fullum krafti fyrr en árið 2012. Ég var meira í þessu til þess að leika mér og hafa gaman, fyrst um sinn, en svo urðu þjálfaraskipti hjá SA og nýi þjálfarinn bað mig vinsamlegast um að hætta þessum fíflalátum. Ég fór að taka þessu meira alvarlega eftir þessi ummæli en fyrst um sinn átti ég það til að mæta á röngum tíma á æfingar og ekki í réttu æfingafötunum. Ég byrjaði svo að skara fram úr í listhlaupi á árunum 2013, 2014, og það hvatti mig áfram til þess að gera enn þá betur.“

Aldís Kara er búsett á Akureyri og stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri en hún hefur æft í Egilshöllinni í Grafarvogi þar sem HM kvenna í 2. deild B í íshokkí fer fram á Akureyri þessa dagana.

Gríðarlegt æfingaálag

„Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega en það er samt sem áður misjafnt eftir dögum. Maður er aðeins byrjaður að finna fyrir þreytu enda búið að vera mikið álag undanfarna daga en heilt yfir þá hefur undirbúningurinn bara gengið nokkuð vel fyrir sig. Ég hef bara æft í Egilshöllinni frá því ég kom í bæinn en ég er á náttúrufræðibraut í MA. Þar hef ég fengið góðan stuðning og ég fékk ákveðna undanþágu frá því að þurfa að mæta í skólann á meðan ég undirbý mig fyrir HM.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »