Gríðarlegt áfall ef ekkert verður úr tímabilinu

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hafði sett stefnuna á sína fjórðu Ólympíuleika …
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hafði sett stefnuna á sína fjórðu Ólympíuleika en það gæti nú breyst. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Hver heilvita maður vissi að það væru engir Ólympíuleikar að fara að hefjast í lok júlí,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Íslandsmeistari í spjótkasti, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Ólympíuleikunum 2020, sem áttu að hefjast 24. júlí í Tókýó í Japan, var í gær frestað vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina og fara þeir væntanlega fram sumarið 2021. Ásdís setur stórt spurningarmerki við það að Alþjóðaólympíusambandið og mótshaldarar hafi ekki verið fyrr á ferðinni með ákvörðun um frestun leikanna.

Ásdís, sem verður 35 ára gömul á árinu, ætlaði sér að enda glæstan tuttugu ára frjálsíþróttaferil sinn með góðri frammistöðu á Ólympíuleikunum í Tókýó og svo setja frjálsíþróttaskóna á hilluna eftir Evrópumótið í París í lok ágúst. Nú hefur Ólympíuleikunum verið frestað og óvissa ríkir um Evrópumótið.

„Það er allt í smá upplausn akkúrat núna. Ég er samt í mun betri málum hérna úti en heima á Íslandi þar sem ég væri í raun bara í djúpum skít. Það er náttúrulega búið að loka öllu heima og ég gæti í raun ekki æft spjótkast á Íslandi eins og staðan er í dag. Ég get hins vegar æft helling í Svíþjóð, bæði heima, úti og svo í frjálsíþróttahöllinni í Gautaborg.

Ég hef því getað haldið plani, hvað æfingar varðar, en ég hef líka þurft að nota ímyndunaraflið. Núna er mikil óvissa um það hvort það verði í raun eitthvert tímabil hjá manni, engir Ólympíuleikar og spurning um Evrópumótið, og það er sérstakt að æfa í svona aðstæðum án þess að vita hvað muni gerast.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »