Tveir efstir og jafnir

Maxime Vachier-Lagrave og Anish Giri frá því fyrr í mótinu.
Maxime Vachier-Lagrave og Anish Giri frá því fyrr í mótinu. Ljósmynd/Maria Emelianova/Chess.com

Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave lagði Rússann Jan Nepomnja­sjt­sjí að velli í sjöundu umferð áskorendamótsins í skák sem fram fór í dag. Nepo beitti franskri vörn gegn Frakkanum en fékk fljótt verri stöðu og Vachier-Lagrave vann örugglega. Þeir eru því efstir og jafnir með fjóra og hálfan vinning af sjö mögulegum.

Langstigahæsti maður mótsins og sem flestir bjuggust við að ynni mótið, Fabiano Caruana, er í 3.-6. sæti ásamt Anish Giri, Alexander Gristsjúk og Wang Hao með þrjá og hálfan vinning. Ding Liren, og Kirill Alekseenko eru neðstir með tvo og hálfan vinning.

Á morgun er Caruana með hvítt gegn Vachier-Lagrave. Ef Caruana vinnur verða þeir jafnir að vinningum. Það er því allt opið ennþá enda er mótið aðeins hálfnað. Nepo verður með hvítt á móti Giri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert