Æfðu heima eins og Ásdís gerir (myndskeið)

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur verið dugleg við að setja myndskeið af ýmisskonar æfingum sem hún gerir á Facebook-síðu sína.

Ásdís, sem ætlar að hætta keppni að loknu keppnistímabilinu 2020 og nær þar með væntanlega ekki að keppa í fjórða sinn á Ólympíuleikum, sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt sé að æfa heima og vísar líka í svipað myndskeið sem hún hefði áður birt.

Hún segir að fyrir þá sem vilji ekki fara út í þungar æfingar, heldur hugsa fyrst og fremst um liðleika líkamans, þá sé sá hluti myndskeiðsins þar sem hún sýnir upphitunaræfingar mjög gagnlegur.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman