Í íþróttafangelsi

Tímabilið í bandaríska hafnaboltanum átti að hefjast í gær en …
Tímabilið í bandaríska hafnaboltanum átti að hefjast í gær en ekkert varð úr því vegna kórónuveirufaraldsins. AFP

Heimspekingar og félagsfræðingar hafa deilt um hlutverk trúarbragða í samfélögum, allt frá því að vera sú samfélagsstofnun sem bindur þjóðfélagið saman (Frakkinn Emilé Durkheim) til þess að vera „ópíum fólksins“ (Karl Marx). Fyrir Marx voru trúarbrögð notuð af valdastéttinni og kapítalistum til að réttlæta hrikalega meðferð á verkafólki (s.s. barnaþrælkun) í upphafi iðnbyltingarinnar í Englandi.

Margir félagsfræðingar hafa bent á að kannski hafi íþróttir tekið við af trúarbrögðum í nútímaþjóðfélögum sem „ópíum fólksins“, það er, sem tæki valdastéttarinnar til að láta okkur gleyma því sem mikilvægara er í þjóðfélaginu en úrslit kappleikja. Þetta er að sjálfsögðu umdeild staðhæfing, en ég hef verið að hugsa um þessa hluti eftir að íþróttaheimurinn var settur í þjóðfélagslega sóttkví út af COVID-19 veirunni.

Þeir sem rýna í þjóðfélagslegt hlutverk íþrótta sjá þær sem ekki aðeins hluta af þjóðfélaginu, heldur sem samfélagsstofnun sem tengist öðrum og kannski mikilvægari stofnunum þjóðfélagsins, s.s. efnahagnum, fjölmiðlum, menntun, stjórnmálum, vísindum og trúarbrögðum. Ekki bara afþreying, heldur er litið á þær sem mikilvægan hluta af þjóðfélaginu sjálfu.

Íþróttir eru sérstakar

Íþróttir tengja okkur oft saman á ólíkan hátt í þjóðfélögum – til að mynda hefur Viðar Halldórsson í HÍ gert athyglisverðar rannsóknir á því hversu jákvæð áhrif góður árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði á félagslega og andlega heilsu þjóðarinnar þá. Þær hafa áhrif á sambönd fólks á heimilum, tengja vini og kunningja á leikdögum og taka stundum yfir WhatsApp og aðra samfélagsmiðla.

Kannski meira en önnur fjöldaskemmtun, því ég hef ekki séð fólk deila opinberlega jafn harðlega í hvívetna um bíómyndir, skáldsögur eða tónleika eins og um íþróttir. Ég kenni háskólanemendum hér í Los Angeles í starfi mínu og það getur verið erfitt að fá þá til að sýna viðbrögð um alls konar þjóðmál. Ef ég hins vegar nefni eitthvað um íþróttir er ávallt einhver tilbúinn að láta í sér heyra.

Það er eitthvað við íþróttir sem ýtir við tilfinningunum. Kannski vegna þess að við sjáum íþróttir úti um allt í fjölmiðlum og í íbúðahverfum okkar, eða að spennan í kappleikjum er ólík öðru því sem við sjáum annars staðar í þjóðfélaginu. Í nútímaþjóðfélagi er allt endalaust skýrt út fyrir okkur og „greint af sérfræðingum“. Ekkert kemur á óvart lengur.

Íþróttir eru öðruvísi.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »