Mikilvægur tími farinn til spillis

Ákveðið var að fresta Ólympíuleikunum í síðasta lagi fram á …
Ákveðið var að fresta Ólympíuleikunum í síðasta lagi fram á næsta sumar í vikunni. AFP

Skiljanleg var sú ákvörðun að fresta Ólympíuleikunum og Paralympics. Ekki var neinn annar leikur í stöðunni, en mörgum þótti ólympíuhreyfingin vera lengi að taka ákvörðun. Gestgjafarnir í Japan voru býsna brattir í yfirlýsingum. Nánast þar til yfirlýsingin barst.

Ef veiran verður enn að gera íbúum á plánetunni lífið leitt er auðvitað augljóst að stemningin fyrir því að mæta á heimsviðburð er takmörkuð.

En jafnvel þótt staðan verði orðin önnur og betri er einfaldlega mikilvægur tími farinn til spillis. Gefum okkur að veiran verði svo gott sem dauð þegar 24. júlí rennur upp, en þá stóð til að setja Ólympíuleikana í Tókýó. Þá hefði staðan samt sem áður verið sú að fjöldinn allur af íþróttafólki hefði misst úr dýrmætan tíma í aðdraganda leikanna. 

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »