Risamóti aflýst vegna veirunnar?

Simona Halep fagnar sigri í einliðaleik á Wimbledon í fyrra.
Simona Halep fagnar sigri í einliðaleik á Wimbledon í fyrra. AFP

Óvissa virðist ríkja um hvort Wimbledon mótið í tennis, eitt af risamótunum í íþróttinni, muni fara fram á Englandi í sumar vegna kórónuveirunnar.

Þau félög sem eiga aðild að mótshaldinu hafa verið boðuð á fund í næstu viku. Samkvæmt frétt CNN er búist við því að þar eigi fulltrúar félaganna að koma sér saman um hvað gera skuli. 

Mótið á að hefjast hinn 29. júní næstkomandi eða eftir liðlega þrjá mánuði. Ekki er ljóst hvort líklegra sé að mótinu verði frestað eða hreinlega aflýst þetta árið. 

mbl.is