Íslandsvinur vill að herinn haldi uppi útgöngubanni

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Írinn Con­or McGreg­or hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og síðasta uppátæki kappans er að hvetja írsk yfirvöld til að senda herinn á vettvang til að framfylgja útgöngubanni þar í landi.

McGreg­or er stór­stjarna í baradagakeppninni UFC en hann og Gunnar Nelson eru gamlir æfingafélagar og þá hefur Írinn heimsótt Ísland nokkrum sinnum.

Eins og fleiri íþróttastjörnur vill hann láta gott af sér leiða í baráttunni gegn kórónuveirunni og gaf tækjabúnað til sjúkrahúsa á Írlandi á dögunum. Hann er hins vegar gríðarlega ósáttur með þá sem hundsa fyrirmæli yfirvalda og blanda geði við annað fólk þrátt fyrir smithættu.

„Ég þekki erfiðan bardaga þegar ég sé hann, og við eigum einn slíkan fyrir höndum núna,“ skrifaði McGregor á Twitter-síðu sinni og hvatti írsku ríkistjórnina til að nýta herafl sitt til að halda fólki heima hjá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert