Dagsetning komin á Ólympíuleikana 2021

Leikarnir munu áfram vera kenndir við árið 2020 þótt þeir …
Leikarnir munu áfram vera kenndir við árið 2020 þótt þeir verði háðir á árinu 2021. AFP

Alþjóðaólympíunefndin og framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna í Tókýó hafa gefið út nýja dagsetningu fyrir leikana.

Þeir verða haldnir í japönsku höfuðborginni frá 23. júlí til 8. ágúst 2021, nákvæmlega ári á eftir áætlun. Leikarnir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst á þessu ári en var sem kunnugt er frestað vegna kórónuveirunnar.

Sama er að segja um Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, sem fer fram frá 24. ágúst til 5. september 2021 en fyrri dagsetningar voru 25. ágúst til 6. september 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert