Heljarmenni í litlu rými heima fyrir

Júlían J. K. Jóhannsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2019.
Júlían J. K. Jóhannsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu og íþróttamaður árins 2019, reynir að sinna æfingum upp að því marki sem hægt er í samkomubanninu. Í einstaklingsíþrótt eru ef til vill meiri möguleikar til að halda dampi en Júlían bendir á að þegar lyfta skal miklum þyngdum sé slíkt ekki framkvæmanlegt án aðstoðar.

„Já ég get haldið mér við efnið að einhverju leyti en auðvitað gerbreytir samkomubannið öllu. Á æfingum er maður er auðvitað vanur að fá aðstoð og hvatningu frá æfingafélögum. Maður lyftir því ekki eins þungu á æfingum þegar maður er einn,“ sagði Júlían þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum en Júlían æfir heima til að halda sér við.

„Æfingaaðstaðan er langt frá því að vera kjöraðstaða en ég næ að láta þetta ganga. Ég var svo heppinn að fá lánaðan búnað og hef sett upp í geymslunni heima. En maður reynir að gera það besta úr stöðunni og eftir að ég fékk æfingatækin heim er staðan önnur. Ég hef náð að æfa með þokkalegar þyngdir eða eins og ég treysti mér til þegar ég er einn. Ég kom tækjunum fyrir niðri í kjallara heima. Um er að ræða kalda geymslu, þannig lagað. Blessunarlega erum við fjölskyldan nýflutt því annars hefði ég ekki haft tækifæri til að vera með þessi tæki. Þetta er átta til níu fermetra geymsla og þar er frystikista ásamt einhverju dóti. Ég hef sirka sex fermetra fyrir æfingatækin og tveggja metra lofthæð,“ sagði Júlían og hló.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert