Frestunin gæti komið sér vel

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍR-ing­ur­inn Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir, Íslandsmethafi í bæði 100 og 200 metra hlaupi, telur möguleika sína á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó betri eftir að leikunum var frestað til næsta árs.

Leikarnir fara nú fram 2021 en ekki í sumar vegna kórónuveirufaraldursins og hefur verið gert hlé á öllum keppnum meðan ástandið varir. Guðbjörg missti af Norðurlandamótinu innanhúss vegna meiðsla en það er mikilvægt stigamót fyrir Ólympíuleikana.

Ég þurfti náttúrlega að sleppa NM innanhús út af meiðslum sem var mjög mikilvægt stigamót fyrir Ólympíuleikana. Ég var búin að segja bæ við Ólympíuleikana, svona þannig, en svo var þeim frestað núna svo ég tel það mjög fínt fyrir mig,“ sagði Guðbjörg í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi.

Keppnishléið hefur því komið sér ágætlega fyrir Guðbjörgu sem segist hafa meiðst á góðum tíma. Viðtalið má sjá í heild sinni á heimasíðu RÚV með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert