Æfir í uppblásinni sundlaug

Guðlaug Edda Hannesdóttir
Guðlaug Edda Hannesdóttir Ljósmynd/Þríþrautasamband Íslands

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir var nálægt því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar leikunum var frestað um eitt ár. Þrátt fyrir samkomubann finnur Guðlaug nýjar leiðir til að halda sér í formi. 

Í þríþraut er keppt í sundi, hlaupi og hjóli, en allar sundlaugar landsins eru lokaðar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það nær Guðlaug að æfa sundtökin heima. Keypti Guðlaug sér uppblásna sundlaug í Costco og æfir í bílskúrnum heima. 

Hér að neðan má sjá myndir af Guðlaugu æfa en ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson birti þær á Facebook. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert