Orðin launahæst 22 ára

Naomi Osaka og Serena Williams ræða málin.
Naomi Osaka og Serena Williams ræða málin. AFP

Japanska tenniskonan Naomi Osaka er orðin launahæsta íþróttakona heims. Hefur hún tekið fram úr Serenu Williams, einni sigursælustu tenniskonu allra tíma.

Osaka hefur unnið tvö risamót á ferlinum og Williams 23. Á síðustu tólf mánuðum hefur sú japanska þénað 36,5 milljónir dollara í verðlaunafé, eða um fimm milljarða íslenskra króna. Williams hefur þénað 35,3 milljónir dollara á sama tíma. 

Forbes tók fyrst saman launatölur hjá íþróttakonum árið 1990 og hafa tenniskonur ávallt verið efstar á lista. Er Osaka á 29. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims, óháð kyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert