Einn sá besti í sögunni kominn heim til Íslands

Emil Alengård í landsleik árið 2016.
Emil Alengård í landsleik árið 2016.

Emil Al­engård, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Íslands í ís­hokkí, hefur verið ráðinn til starfa sem nýr þjálfari Fjölnis/Bjarnarins en hann var áður aðstoðarþjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins AIK.

Félagið tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Þá mun hann einnig taka þátt í verkefnum með íslenska landsliðinu samkvæmt Íshokkísambandi Íslands.

Emil er 32 ára gamall en hann lék með A-landsliði og yngri landsliðum Íslands um langt árabil áður en skautarnir fóru upp í hillu og er einn besti leikmaðurinn í sögu landsliðsins. 

Hann hóf þjálf­ara­fer­il­inn sem þjálf­ari U18-landsliðs Íslands í karlaflokki og var einnig aðstoðarþjálf­ari U20-landsliðsins. Undanfarin ár hefur hann þjálfað hjá liði AIK í Svíþjóð þar sem hann er fæddur og uppalinn en Emil á íslenska móður og sænskan föður. 

Alexander Medvedev stýrði liðinu síðasta vetur en íshokkídeild félagsins ákvað að endurnýja ekki samning við hann en Alexander var áður leikmaður liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert