Hart barist á opna Reykjavíkurmótinu

Keppendur í Gufunesi um helgina.
Keppendur í Gufunesi um helgina. Ljósmynd/Frisbígolffélag Reykjavíkur (FGR)

Opna Reykjavíkurmót Frisbígolffélags Reykjavíkur fór fram um helgina á Gufunesvelli og tóku alls 65 keppendur þátt en leiknir voru þrír 18 brauta hringir. Mótið er hluti af Íslandsbikarmótaröðinni í frisbígolfi eða folfi eins og íþróttin er gjarnan kölluð.

Í meistaraflokki kvenna stóð Kolbrún Mist Pálsdóttir uppi sem sigurvegari og Árni Sigurjónsson í stórmeistaraflokki en þau voru bæði að verja titla sína frá síðasta ári. Blær Örn Ásgeirsson hafði betur í opnum flokki eftir spennandi keppni og lagði þar að velli sigurvegara síðasta árs, Mikael Mána Freysson. Þá vann Gabríel Sigurðarson í almennum flokki og Kristófer Breki var þar í öðru sæti en báðir eru þeir áhugaspilarar.

Frisbígolf er leikið á svipaðan hátt og kylfugolf, nema að í stað þess að slá bolta kasta keppendur þar til gerðum frisbídisk í körfur. Íþróttin nýtur mikilla vinsælda hérlendis sem almenningsíþrótt. Úrslitin um helgina má sjá hér að neðan.

Almennur flokkur 3
1. sæti - Björn Þorláksson - 228
2. sæti - Guðbrandur Jónsson - 263

Almennur flokkur 2
1. sæti - Haukur Bragason - 214
2. sæti - Reynir Árnason - 217
3. sæti - Sæmundur Bjarni Kristínarson - 223

Almennur flokkur kvenna 2
1. sæti - Gunnþórunn Eyjólfsdóttir - 257

Almennur flokkur kvenna 1
1. sæti - Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir - 209
2. sæti - Sunneva Lind Blöndal Ólafsdóttir - 242

Almennur flokkur 1
1. sæti - Gabríel Sigurðarson - 179
2. sæti - Kristófer Breki - 188
2. sæti - Ingi Magnús Gíslason - 188

Stórmeistaraflokkur 50+
1. sæti - Stefán Sigurjónsson - 248

Stórmeistaraflokkur 40+
1. sæti - Árni Sigurjónsson - 169
2. sæti - Eyþór Örn Eyjólfsson - 193
3. sæti - Dagur Ammendrup - 196

Meistaraflokkur kvenna
1. sæti - Kolbrún Mist Pálsdóttir - 218
2. sæti - Katerina Zbytovska - 242
3. sæti - Margrét Traustadóttir - 255

Opinn flokkur
1. sæti - Blær Örn Ásgeirsson - 163
2. sæti - Mikael Máni Freysson - 167
3. sæti - Arnþór Gylfi - 171

Ungmennaflokkur 12
1. sæti - Ares Áki Guðbjartsson - 187
2. sæti - Eyvindur Páll Ólafsson - 207

Ungmennaflokkur 18
1. sæti - Rafael Rökkvi Freysson - 219

Sigurvegarar helgarinnar með verðlaunapeninga sína.
Sigurvegarar helgarinnar með verðlaunapeninga sína. Ljósmynd/Frisbígolffélag Reykjavíkur (FGR)
mbl.is