Halaði inn rúma 14 milljarða á einu ári

Roger Federer.
Roger Federer. AFP

Tækjuhæsti íþróttamaður heims síðasta árið var Svisslendingurinn Roger Federer sem fyrir löngu er orðin goðsögn í tennisíþróttinni. 

Federer aflaði 14,5 milljarða íslenskra króna með ýmsum hætti á aðeins einu ári en hann er með samstarfssamninga við Nike og fleiri stórfyrirtæki. Megnið af tekjum Federer núorðið verða til utan vallar en kappinn er orðinn 38 ára gamall og nær ekki í eins mikið verðlaunafé og þegar best lét. Hann er einn sá sigursælasti frá upphafi og hefur tuttugu sinnum fagnað sigri í einliðaleik á risamótum. 

Bandaríska tímabilið Forbes tekur saman lista yfir tekjuhæsta íþróttafólkið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og LeBron James koma næstir. 

Tenniskonan Naomi Osaka er hæst kvenna á listanum í 29. sæti og er raunar tekjuhæsta íþróttakona sögunnar á einu ári samkvæmt Forbes. Hún aflaði 5 milljarða íslenskra króna. 

Naomi Osaka og Serena Williams eru í 29. og 33. …
Naomi Osaka og Serena Williams eru í 29. og 33. sæti listans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert