Mikil þátttaka í fyrsta strandblakmóti sumarsins

Frá strandblakskeppni í Reykjavík þegar Smáþjóðaleikarnir voru haldnir hérlendis.
Frá strandblakskeppni í Reykjavík þegar Smáþjóðaleikarnir voru haldnir hérlendis. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrsta sumarsins í strandblaki fer fram um helgina en gífurlega mikill áhugi er fyrir mótinu ef marka má skráninguna. 

Fyrir vikið þarf sjö velli undir mótshaldið en áður dugðu tveir vellir fyrir mótshald á Íslandi. 

Þrátt fyrir staðsetningu Íslands á hnettinum nýtur strandblakið vaxandi vinsælda og eru 164 keppendur skráðir í mótið sem eru 82 lið því tveir keppa saman í liði. 

Reiknað er með því að úrslitaleikirnir fari fram hjá Laugardalslauginni á sunnudaginn. Í mótinu verður keppt á tveimur völlum við Laugardalslaugina, tveimur í Fagralundi í Kópavogi og þremur völlum við Ásgarð í Garðabæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert