Serbinn er óhemju vinsæll

Novak Djokovic
Novak Djokovic AFP

Vinsældir serbneska tenniskappans, Novaks Djokovic, eru greinilega miklar hjá unnendum íþróttarinnar en hann var kosinn besti karlinn í einliðaleik í tennis frá upphafi en Eurosport stóð fyrir kosningunni á meðal lesenda sinna á netinu. 

Kosningar sem þessar á netinu eru gjarnan meiri mælikvarði á vinsældir íþróttamannanna heldur en getu enda getur verið erfitt fyrir lesendur í yngri kantinum að meta getu manna sem eru löngu hættir. 

Djokovic vann með nokkrum fyrirburðum. Þeir átta sem komust í 8-manna úrslitin í kjörinu voru: Novak Djokovic, Roger Federer sem varð annar, Peta Sampras, Rafael Nadal, Björn Borg, John McEnroe, Boris Becker og Rod Laver. 

mbl.is