Framarar fylla í skarðið

Karólína Bæhrenz Lárudóttir í leik með ÍBV á síðasta ári, …
Karólína Bæhrenz Lárudóttir í leik með ÍBV á síðasta ári, umkringd Frömurum. Haraldur Jónasson/Hari

Handknattleikskonan Karólína Bæhrenz hefur skrifað undir tveggja ára samning við deildar- og bikarmeistara Fram en félagið segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Karólína var lengi meðal fremstu handboltakvenna Íslands en hún er 32 ára gömul og spilaði síðast með ÍBV á þarsíðustu leiktíð. Áður spilaði hún með Boden í sænsku B-deildinni og þar áður vann hún titla með bæði Gróttu og Val. Auk þess hefur hún leikið 21 leik með íslenska A-landsliðinu.

Hún er annar leikmaðurinn sem Fram semur við á stuttum tíma en áður tilkynnti félagið að leikstjórnandinn Guðrún Erla Bjarnadóttir hefði samið um að spila í Safamýrinni. Framarar þurfa að fylla í skarð tveggja landsliðskvenna sem báðar eru barnshafandi. Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir verða báðar frá keppni út þetta ár hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert