Hafþór lætur höggin dynja (myndskeið)

Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson. Ljósmynd/Aðsend

Aflraunamaður­inn Hafþór Júlí­us Björns­son, einn sterkasti maður heims, undirbýr sig nú af krafti fyrir hnefaleikaeinvígi gegn Englendingnum Eddie Hall en þeir tveir hafa eldað grátt silfur saman um árabil.

Deil­ur þeirra tveggja má rekja til árs­ins 2017 þegar Hafþór sagði dóm­arask­an­dal hafa haft sig­ur­inn af sér í keppni sterk­asta manns heims. Hall vann mótið eft­ir um­deilda keppni í vík­inga­lyftu. Hafþór, sem endaði í öðru sæti, ásakaði Eng­lend­ing­inn um svindl.

Nú ætla þeir að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum á næsta ári en Hafþór mun fá yfir milljón dollara fyrir baradagann. Enska götublaðið The Sun birti í dag myndskeið sem sýnir þá Hafþór og Hall boxa í æfingaskyni en klippurnar af þeim báðum voru teknar fyrir nokkrum árum. Þær gefa þó ágætis mynd um styrk aflraunamannanna sem mætast á næsta ári.

mbl.is