Jordan gefur 100 milljónir til baráttunnar

Michael Jordan.
Michael Jordan. AFP

Michael Jor­d­an, sex­fald­ur meist­ari í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik og af mörg­um tal­inn besti körfu­boltamaður sög­unn­ar ætlar að gefa 100 milljónir dollara, um 13 milljarða íslenskra króna, til baráttunnar gegn kynþáttafordómum.

Jordan sendi frá sér tilfinningaríka yfirlýsingu um síðustu helgi vegna and­láts Banda­ríkja­manns­ins Geor­ge Floyd. Allt er á suðupunkti í Banda­ríkj­un­um þessa dag­ana eft­ir að hvít­ur lög­reglumaður drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans við hand­töku en Floyd var dökk­ur á hör­und.

At­vikið, sem átti sér stað í Minn­ea­pol­is, náðist á mynd­band og hafa hörð og blóðug mót­mæli átt sér stað í öll­um ríkj­um Banda­ríkj­anna und­an­farna daga sem snú­ast fyrst og fremst um lög­reglu­of­beldi í garð þeirra sem eru dökk­ir á hör­und í land­inu. „Ég er sorg­mædd­ur, mér líður illa og ég er reiður,“ sagði Jor­d­an í til­kynn­ingu sem hann sendi frá sér í dag.

„Ég skil þessi viðbrögð full­kom­lega og ég stend með öll­um þeim sem hafa séð sér fært um að mæta út á göt­ur til þess að mót­mæla ára­langri kúg­un. Kynþátta­for­dóm­ar og of­beldi í garð fólks sem er ekki hvítt á hör­und er rót­gróið vanda­mál í Banda­ríkj­un­um og við höf­um ein­fald­lega fengið nóg.

Við þurf­um að halda áfram að mót­mæla en á friðsæl­an hátt. Við þurf­um að setja pressa og þrýst­ing á stjórn­mála­menn um að breyt­inga sé þörf. Við verðum að breyta úr­elt­um lög­um og það þurfa all­ir að leggj­ast á eitt til þess að finna lausn. Þetta er sam­fé­lags­legt vanda­mál og við verðum ein­fald­lega að tryggja rét­tæti fyr­ir alla,“ bætti Jor­d­an við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert