Heimsmeistari í bann

Salwa Eid Naser undirbýr sig fyrir úrslitahlaupið á HM í …
Salwa Eid Naser undirbýr sig fyrir úrslitahlaupið á HM í 400 metra hlaupinu í Doha í fyrra. Hún er nú komin í bann. AFP

Ríkjandi heimsmeistari í 400 metra hlaupi kvenna, Salwa Eid Naser hefur verið sett í tímabundið bann vegna brots á lyfjareglum. Reuters greinir frá.

Samkvæmt Athletics Integrity Unit gerðist Naser sek um að hafa brotið reglur sambandsins sem kveða á um aðgengileika þegar kemur að lyfjaprófum (e. whereabouts failure failure violation). Missi íþróttamaður af lyfjaprófi eða gerir mistök við útfyllingu þeirra þrisvar sinnum eða oftar á 12 mánaða tímabili gerist hann sekur um brot á slíkum reglum.

Naser vann gullið á heimsmeistaramótinu í Doha á síðasta ári er hún hljóp á 48,14 sekúndum, sem er þriðji hraðasti tími sögunnar og sá hraðasti síðan 1985. Um leið varð hún fyrsta asíska konan til þess að verða heimsmeistari í 400 metra hlaupi.

Naser er 22 ára gömul og er fædd í Nígeríu en hóf að keppa fyrir hönd Bahrain árið 2014.

Naser á yfir höfði eins til tveggja ára bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert