Þekkt fyrir annað en dómgæslu

Jóhannes Felixson bakari dæmdi mikilvæga leiki á Íslandsmótinu í handknattleik …
Jóhannes Felixson bakari dæmdi mikilvæga leiki á Íslandsmótinu í handknattleik á árum áður. mbl.is/Hari

Eitt sinn var ég staddur heima hjá félaga mínum sem er með handboltaáhuga á lokastigi. Hann sýndi mér myndskeið úr gömlum handboltaleik í fína sjónvarpinu sínu og lagði fyrir mig spurningu.

Vildi kanna hvort ég gæti borið kennsl á annan dómara leiksins. Leikurinn var í úrslitakeppni um miðjan tíunda áratuginn og kempur á vellinum eins og Alfreð Gísla, Siggi Sveins og Bjarki Sig. Mér fannst dómarinn kunnuglegur en gat ekki komið því fyrir mig hvað ungi maður þetta væri enda er hann þekktari fyrir annað en dómgæsluna. Þá var þetta Jóhannes Felixson bakari, betur þekktur sem Jói Fel.

Ég fór að velta fyrir mér fólki sem hefur dæmt í boltagreinunum en er þekktara fyrir annað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, kemur upp í hugann. Sennilega eru þeir ekki margir sem vita að Björgvin Guðmundsson, annar eigenda KOM, dæmdi handbolta um tíma.

Björgvin og Þórlindur Kjartansson dúkka reglulega upp í þáttum eins og Silfri Egils og hafa þá skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Þórlindur dæmdi körfuboltaleiki og mun hafa tekið flautuna fram aftur. 

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert