Vetrarleikarnir fara fram í Rússlandi 2022

Keppendur Íslands voru 38 talsins á Special Olympics í Abu …
Keppendur Íslands voru 38 talsins á Special Olympics í Abu Dhabi 2019.

Vetrarleikar Special Olympics munu fara fram í Kazan í Rússlandi 2022 en á leikunum munu þúsundir keppenda taka þátt í ýms­um íþrótta­grein­um.

Íþróttasamband fatlaðra hefur í gegnum árin sent fjölmarga íslenska keppendur til leiks en Special Olympics er sannkölluð íþróttahátið keppenda. Paralympics eða Ólympíuleikar fatlaðra er afrekskeppni en á Special Olympics eru allir þátttakendur sigurvegarar.

38 Íslendingar tóku þátt á heimsleikum Special Olympics sem fóru fram í Dubai og Abu Dhabi á síðasta ári.

Vetrarleikar Special Olympics munu fara fram í Kazan í Rússlandi …
Vetrarleikar Special Olympics munu fara fram í Kazan í Rússlandi 2022. Ljósmynd/SpecialOlympics.org
mbl.is