Meistaramót Íslands flutt til Akureyrar

Tiana Ósk Whitworth, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir …
Tiana Ósk Whitworth, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á Meistaramóti Íslands sumarið 2018. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum verður haldið á Þórsvelli á Akureyri, dagana 25.-26. júlí, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Frjálsíþróttasamband Íslands sendi frá sér í dag. Til stóð að mótið færi fram á Kópavogsvelli en af því verður ekki. 

Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu,“ segir í fréttatilkynningu FRÍ.

„Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert