Hver eru áhrif áhorfenda?

Bayern München fagnaði þýska meistaratitilinum fyrir tómum leikvangi.
Bayern München fagnaði þýska meistaratitilinum fyrir tómum leikvangi. AFP

Hópíþróttaunnendur hafa löngum velt því fyrir sér hversu mikið það hefur að segja að spila á heimavelli. Tölfræði yfir sigra og töp liða á heima- eða útivelli segir sitt.

Tímabilið 2018-19 unnu heimaliðin í ensku úrvalsdeildinni 47% leikja sinna en töpuðu 34% þeirra. 19% leikja lauk því með jafntefli. Þetta forskot heimaliðanna hefur þó minnkað jafnt og þétt í gegnum árin; fyrir rúmum 100 árum unnu heimaliðin 65% leikja sinna.

Í Bandaríkjunum er heimavöllurinn einnig mikilvægur. Heimaliðið í NBA-deildinni vann 71% leikjanna í deildinni en þar er auðvitað ekki sætt sig við jafntefli og vann útiliðið því 29% leikjana.

En þessar tölur gefa ekki skýra mynd afhverju heimaliðinu gengur betur. Gæti það verið vegna þess að leikmenn leggja meira á sig fyrir framan áhorfendur sína? Fá þeir aukinn kraft frá þeim? Eru dómarar undir áhrifum áhorfenda? Eða líður leikmönnum einfaldlega betur á sínum heimavelli, óháð áhorfendum?

Taka minni áhættu

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á heimsbyggðinni fóru flestar íþróttadeildir í dvala. Á síðustu vikum hefur leikur verið hafinn á ný en nú án áhorfenda. Hefur það gefið greinendum færi á að skoða hvað gerist þegar áhorfendur eru teknir úr heimavallarjöfnunni.

Þýska 1. deildin í knattspyrnu var ein sú fyrsta til að fara aftur af stað, 16. maí, og er keppni nú lokið. Í deildinni var leikið fyrir luktum dyrum á heimavöllum liðanna. Sigurhlutfall heimaliðanna fór úr 43% í 33% og markaskorun þeirra úr 1,74 mörkum í leik í 1,34.

Heimaliðin hafa bæði tekið færri skot og verið ólíklegri en áður til að skora úr hverju þeirra.
Þvert gegn innsæi knattspyrnuaðdáenda leggja menn ekki minna á sig þegar leikið er fyrir tómum velli. Að sögn greiningafyrirtækisins Impect tóku leikmenn í þýsku deildinni fleiri spretti og annars konar hlaup með mikilli áreynslu þegar hafið var leik á ný.

Hins vegar virðast leikmenn taka minni áhættu þegar áhorfendur vantar. Þeir gefa fleiri sendingar en, eins og áður sagði, eru skotin færri. Í grein New York Times er því velt upp að fyrir framan áhorfendur reyni leikmenn að leika kúnstir sem veki hjá þeim ánægju. Þegar enginn er í stúkunni er hins vegar hugsað um úrslit leiksins og því minna um áhættusamar, en jafnframt skemmtilegar, sendingar, skot og upplaup.

Greinina má finna í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert