Hélt að hann hefði slegið heimsmet Usain Bolt

Svekktur Noah Lyles fær þær upplýsingar að hann hljóp ekki …
Svekktur Noah Lyles fær þær upplýsingar að hann hljóp ekki 200 metra á 18,9 sekúndum. AFP

Bandaríski spretthlauparinn Noah Lyles hélt hann hefði slegið heimsmet Usain Bolt í 200 metra hlaupi í gærkvöldi en svo kom í ljós að hann hljóp bara 185 metra.

Lyles, 22 ára, kom í mark á 18,9 sekúndum í Flórída í gær en heimsmetið setti Jamaíkumaðurinn árið 2009 þegar hann hljóp á 19,19 sekúndum. Besti tími Lyles fram að þessu er 19,5 sekúndur og fóru menn því strax að efast um afrekið. Að lokum kom í ljós að hann byrjaði hlaupið á vitlausum stað og hljóp ekki nema 185 metra.

Bolt, sem lagði hlaupaskóna á hilluna fyrir þremur árum, á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi en Lyles var heimsmeistari í 200 metra hlaupi í Doha í Katar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert