Bætti Íslandsmetið tvisvar á þremur dögum

Vigdís Jónsdóttir er í banastuði.
Vigdís Jónsdóttir er í banastuði. Ljósmynd/University of Memphis

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir er í miklu stuði um þessar mundir en hún bætti eigið Íslandsmet um einn sentímetra á tíunda Origo-móti FH í dag. Er þetta í fjórða skipti á undanförnum vikum sem Vigdís bætir metið. 

Kastaði Vigdís 62,70 metra í dag, en „gamla“ metið sem hún bætti síðastliðinn fimmtudag var 62,69 metrar. Er þetta í þrettánda skipti alls sem Vigdís bætir metið. 

Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti mikið í skamman tíma er hún kastaði 62,16 metra í Borgarnesi á síðasta ári. Það hefur greinilega kveikt í Vigdísi, því hún hefur bætt metið reglulega síðan. 

Mætast þær á Meistaramóti Íslands eftir tvær vikur, en mótið fer fram helgina 24.-26. júlí á Akureyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert