Rauðskinnar á útleið

Lengi hefur verið deilt um nafn og lukkudýr NFL-liðsins Washington …
Lengi hefur verið deilt um nafn og lukkudýr NFL-liðsins Washington Redskins. AFP

Stytta af George Preston Marshall var fjarlægð fyrir utan R.F.K. Stadium, fyrrum leikvang ruðningsliðsins Washington Redskins, í síðasta mánuði. Skemmdarverk höfðu verið unnin á henni eins og á svo mörgum öðrum styttum sem taldar eru standa fyrir misrétti minnihlutahópa í Bandaríkjunum, og raunar víðar um heim.

Marshall keypti ruðningsliðið Boston Braves árið 1932 ásamt tveimur öðrum. Ári seinna keypti hann hlut hinna og breytti nafni liðsins í Redskins, sem á íslensku útleggst sem rauðskinnar og er af mörgum talið niðrandi orð yfir frumbyggja Ameríku. 1937 flutti Marshall liðið til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C., og hefur það síðan heitið Washington Redskins.

Í fyrstu lét Marshall leikmenn liðs síns nota andlitsmálningu og þjálfarann bera fjaðrir á höfði sér. Þegar svartir leikmenn fóru að leika fyrir atvinnumannalið í ruðningi stóð Marshall á móti straumnum. Redskins varð árið 1962 síðasta liðið til semja við svartan leikmann en aðeins eftir að stjórnvöld hótuðu að rifta leigusamningi liðsins á leikvelli þess. Marshall var eigandi liðsins þar til hann dó árið 1969.

Fyrir rúmum tveimur vikum var ákveðið að fjarlægja nafn Marshall úr Frægðarhringnum á FedEx Field, þar sem Redskins leikur í dag. Þá var nafn hans fjarlægt af söguvegg á æfingasvæði liðsins og má nú hvergi finna á vefsíðu þess.

Þá fór FedEx, aðalstyrkaraðili Redskins, opinberlega fram á það á dögunum að liðið skipti um nafn. Í kjölfarið gaf Redskins og eigandi þess, Dan Snyder, út yfirlýsingu þess efnis að nafnið yrði endurskoðað. Indians gaf út svipaða tilkynningu nokkrum klukkutímum síðar.

Málefnið hefur fengið aukna athygli í kjölfar mótmæla gegn kerfislægu kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum og virðist umræðan um nöfn liðanna hafa náð krítískum punkti. Í gegnum tíðina hafa eigendur liða á borð við Redskins og Indians staðfastlega neitað að nöfn liðanna feli í sér kynþáttahatur eða séu niðrandi í garð frumbyggja. Liðin hafa fengið stuðning í hljóði frá forsvarsmönnum íþróttadeildanna og risafyrirtækjunum sem styrkja þau.

Greinina í heild sinni má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert