Hlaupið í 24. sinn

Laugavegshlaupið fer fram í 24. sinn á laugardaginn.
Laugavegshlaupið fer fram í 24. sinn á laugardaginn. mbl.is/RAX

Laugavegshlaupið fer fram í 24. sinn laugardaginn 18. júlí næstkomandi en alls eru 559 hlauparar skráðir til leiks í hlaupið í ár, 191 kona og 368 karlar. Alls eru íslenskir þátttakendur 512 talsins og 47 erlendir keppendur taka því þátt í hlaupinu í ár.

Hlaupið hefst í Landmannalaugum og því líkur svo í Húsadal í Þórsmörk en alls taka hlauparar frá tuttugu mismunandi löndum þátt í ár. Flestir þátttekendur, að undanskyldum Íslendingum, koma frá Austurrík og Þýskalandi.

Síðustu ár hafa erlendir hlauparar verið um 50% þátttakenda, en vegna sérstakra aðstæðna þá eru erlendir hlauparar nú aðeins 8%. „Það sem vekur áhuga einnig er að núna eru um 55% hlaupara að hlaupa Laugavegshlaupið aftur, miðað við 30% síðustu ára,“ segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum hlaupsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert