Kæra fótbolta.net fyrir nafnbirtingu

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölskylda knattspyrnukonunnar Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur, hefur kært miðilinn fótbolta.net til Persónuverndar og Blaðamannafélagsins vegna nafn- og myndbirtingar í miðlinum. Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is.

Greint var frá því á miðlinum 25. júní að Andrea hefði greinst með kórónuveiruna í fréttinni Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19. Nafn Andreu var síðar birt í fleiri miðlum sem vísuðu í frétt fótbolta.net.

Í ítarlegu viðtali við mbl.is í dag lýsir Andrea örlagadeginum þegar hún komst að því að hún væri smituð og fjöldi fólks þyrfti í sóttkví af þeim sökum. Ekki bætti úr skák þegar hún komst að því að nafn hennar var á allra vitorði.

„Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýs­an­leg til­finn­ing, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegn­um, ekki einu sinni minn versti óvin­ur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu sem birtist fyrr í dag. 

Kæran til Blaðamannafélags Íslands var send inn í gær en lengra er síðan að kvörtun var send á Persónuvernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert