Ólympíufari látinn 20 ára að aldri

Ekaterina Alexandrovskaya.
Ekaterina Alexandrovskaya. AFP

Listskautahlauparinn og ólympíufarinn Ekaterina Alexandrovskaya er látin aðeins 20 ára að aldri en dánarorsök liggur ekki fyrir. Alexandrovskaya, sem fæddist í Rússlandi en keppti fyrir hönd Ástralíu á Ólympíuleikunum, lagði skautana á hilluna í febrúar vegna meiðsla sem hún varð fyrir.

Alexandrovskaya fékk ástralskan ríkisborgararétt fyrir vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu árið 2018 en hún varð heimsmeistari ungmenna árið 2017. Hún keppti með Ástralanum Harley Windsor á leikunum fyrir tveimur árum.

Fyrrverandi þjálfari hennar hefur sagt að hún greindist með flogaveiki í byrjun árs. Hún er annar ástralski ólympíufarinn til að láta lífið á síðustu tíu dögum eftir að snjó­bretta­meist­ar­inn Alex „Chumpy“ Pull­in lést af slysförum fyrr í mánuðinum.

mbl.is