Setti mótsmet með rifinn liðþófa í hnénu

Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslands­met­haf­inn Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr UFA hafði yf­ir­burði í lang­stökki eins og oft áður á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Þórsvelli um helgina.

Hún stökk lengst 6,25 metra, sem er tæp­um 40 sentimetr­um frá Íslands­meti henn­ar sem hún setti árið 2016. Hafdís er orðin 33 ára og ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, en leikunum var frestað til næsta árs vegna kórónuveirufaraldursins.

„Covid setti mín markmið alveg úr skorðum, hvað varðar Evrópumeistaramótið og Ólympíuleika. Ég vonaði því að það yrði haldið Meistaramót og stefndi á að ná einum Íslandsmeistaratitli í viðbót, og það hafðist, sagði Hafdís í viðtali við Vísi þar sem hún fer yfir ferilinn og segir skemmtilegar sögur. M.a. af því þegar hún setti mótsmet á Smáþjóðaleikunum 2018, stökk 6,43 metra þrátt fyrir að vera með rifinn liðþófa í hnénu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert