Ekki tekin nein áhætta

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Ljósmynd/Lögreglan

Reykjavíkurmaraþonið á að fara fram í 37. sinn laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Óvissa er með hlaupið í kjöl­far hertra aðgerða stjórn­valda vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem taka gildi á morgun.

Samkomumörk verða minnkuð í 100 manns og tveggja metra reglan verður skylda á nýjan leik. Um 4.300 keppendur, þar af 800 erlendir, voru búnir að skrá sig til leiks í hlaupið. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ræddi við Valtý Björn Valtýsson í útvarpsþættinum Minni skoðun á Sport FM.

„Þetta er risaviðburður en við þurfum að vera jákvæð og sjá til hvernig þetta þróast og máta okkur inn í þær aðstæður þegar þar að kemur. Þátttakendur verða að fara eftir fyrirmælum sem gilda fyrir viðkomandi land, hvort sem það er sóttkví eða próf. Það verður ekki tekin nein áhætta eða farið út fyrir þann ramma sem íþróttahreyfingin fær,“ sagði Líney.

mbl.is