Fundahöld í Laugardalnum

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Ljósmynd/Lögreglan

Forráðamenn hjá sérsamböndunum í íþróttahreyfingunni ráða nú ráðum sínum eftir upplýsingafund almannavarna klukkan 11 þar sem hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna voru kynntar.

Mbl.is sló á þráðinn til Knattspyrnusambandsins og Golfsambandsins og fékk þær upplýsingar að þar funda nú framkvæmdastjórar og mótastjórar um næstu skref. Í framhaldinu eiga sérsamböndin eftir að heyra betur í fulltrúum almannavarna áður en þau geta svarað spurningum fjölmiðla. 

Mbl.is verður með viðbrögð frá KSÍ og GSÍ þegar færi gefst á eftir. 

Margir leikir eru á dagskrá í kvöld í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu og næsta fimmtudag er áætlað að Íslandsmótið í golfi hefjist í Mosfellsbæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert